Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2016 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli bestur Íslendinganna í Texas

Bjarki Pétursson, GB,  Gísli Sveinbergsson GK og Rúnar Arnórsson, GK  spila allir í Royal Oaks Intercollegiate mótinu í Dallas, Texas.

Þátttakendur eru um 72 frá 11 háskólum og fer mótið fram í Royal Oaks Country Club og stendur dagana 24.-25. október 2016 og lýkur í kvöld

Gísli hefir spilað best Íslendinganna, lék á samtals pari 142 höggum (70 72) og er T-15.

Bjarki lék á 1 yfir pari (68 75) átti m.a. stórglæsilegan hring upp á 3 undir pari en fylgdi því ekki nógu vel eftir og er T-17.

Rúnar er T-30 – hefir spilað á 3 yfir pari , 145 höggum (71 74).

Kent State, lið Bjarka og Gísla er í 4. sæti í liðakeppninni en Minnesota State T-8.

Fylgjast má með gengi kappanna og liða þeirra með því að SMELLA HÉR: