Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2022 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Gerður & félagar í 3. sæti á Midwestern State Inv.

Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR og félagar í Cameron urðu í 3. sæti á Midwestern State Inv.

Mótsstaður var Wichita Falls Country Club, í Wichita, Texas.

Mótið fór fram 14.-15. mars og voru þátttakendur 48 frá 9 háskólum.

Gerður varð T-18 í einstaklingskeppninni með skor upp á 245 högg (81 77 87).

Hún var á 3. besta skori í liði Cameron, sem höfnuðu í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Midwestern State Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Gerðar og félaga er 21.-22. mars n.k. í Texas.