Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2016 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Bjarka, Gísla og Guðmundi Ágúst á NCAA Kohler Region hér!

Þeir Bjarki Pétursson, GB;  Gísli Sigurbergsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR keppa allir á NCAA Kohler Region.

Keppendur eru 75 frá 13 háskólum.

Á .1 degi léku Gísli og Guðmundur Ágúst á 2 yfir pari, 74 höggum og Bjarki á 4 yfir pari, 76 höggum.

Lið Bjarka og Gísla, Kent State er í 5. sæti en ETSU háskólinn sem Guðmundur Ágúst er í, er í 9. sæti e. 1. dag.

Annar hringur er þegar hafinn og má fylgjast með gengi Íslendinganna þriggja með því að SMELLA HÉR: