Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: FIT háskólalið Stefáns Þórs sigraði í viðureign v/EFSC 19,5 – 4,5

Árlega fer fram viðureign Florida Institute of Technology (FIT), þar sem Stefán Þór Bogason, GR er við nám og í golfliði og Eastern Florida State College (EFSC).

Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: Golf 1

Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: Golf 1

Í þessari viðureign eigast við bæði karl- og kvennalið skólanna.

Í ár fór fram 8. viðureignin, 20.-21. október s.l.  og sigraði skólalið Stefáns Þórs með 19,5 vinningum gegn 4,5 vinningi EFSC.

FiT sigraði í 3 af 5 fjórmenningsviðureignum og vann Stefán Þór einn þessara sigra ásamt liðsfélaga sínum Han Xue, en tæpt var það, þeir unnu með minnsta mun.

Eins vann Stefán Þór einn af tvímenningsleikjunum 16 fyrir skólalið sitt (en FIT vann 13 af 16 tvímenningsviðureignum).

Glæsileg frammistaða þetta hjá Stefáni Þór fyrir lið sitt FIT!!!

Næsta og síðasta mót Stefáns Þórs og liðs hans FIT í bandaríska háskólagolfinu er Miami Intercollegiate, en gestgjafi þess móts er Nova Southeastern. Þetta er lokamót Stefáns og félaga á haustönn, og fer fram 30.-31. október n.k. á  Trump National Doral í Miami, Florida.