Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2017 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Eyþór lauk keppni í 28. sæti í Georgia

Þann 30. október sl. tók Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA ásamt Faulkner Eagles, golfliði sínu í bandaríska háskólagolfinu, þátt í Coastal Georgia Tournament.

Þátttakendur voru 68 frá 11 háskólum.

Mótsstaður var Retreat golfvöllurinn á St. Simmons Island, í Georgía.

Eyþór varð í 28. sæti í einstaklingskeppninni, með samtals skor upp á 17 yfir pari, 233 höggum (78 80 75).

Faulkner Eagles höfnuðu í 3. sæti af 11 liðum í liðakeppninni.

Þetta er síðasta mót Eyþórs á haustönn, en næstu mót Faulkner verða ekki fyrr en á næsta ári, 2018.