Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2017 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Eyþór Hrafnar lauk keppni T-8 á FHU Fall Inv.

Eyþór Hrafnar Ketilsson, afrekskylfingur úr GA og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Faulkner, tóku þátt í Freed Hardemann University Fall Invitational.

Mótið fór fram 25.-26. september og lauk í dag.

Faulkner sendi tvö lið A-liðið og B-liðið og lék Eyþór Hrafnar með því síðarnefnda.

Eitthvað þarf Faulkner væntanlega að fara að endurskoða þá ákvörðun, því Eyþór Hrafnar varð T-8 í einstaklingskeppninni, en B-lið Faulkner sem hann lék með varð í 10. sæti í liðakeppninni.

Besti árangur leikmanns í A-liði Faulkner var einnig T-8 og hefði Eyþór Hrafnar verið í A-liðinu hefði það væntanlega verið ofar á skortöflunni, en A-lið Faulkner hafnaði í 4. sæti í liðakeppninni.

Eyþór Hrafnar lék á samtals 149 höggum (75 73).

Sjá má lokastöðuna á FHU Fall Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Eyþórs Hrafnar og Faulkner er í Flórída, 1. október n.k.