Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Eyþór Hrafnar bestur í liði Faulkner í Flórída

Eyþór Hrafnar Ketilsson, afrekskylfingur úr GA og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Faulkner tóku þátt í USCB Innisbrook Invitational, sem fram fór  á Innisbrook Copperhead vellinum í Palm Harbor, Flórída, 1.-3. október s.l.

Eyþór og Peter Peng, liðsfélagi hans voru bestir í liði Faulkner; luku báðir keppni T-35, af 96 keppendum.

Eyþór lék á 234 höggum (80 79 75) og lék sífellt betur eftir því sem leið á mótið!

Lið Faulkner varð í 11. sæti af 18. háskólaliðum, sem þátt tóku í mótinu, en þetta mót var eins og sjá má frekar stórt.

Sjá má lokastöðuna á USBC Innisbrook Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Faulkner Eagles er Martin Methodist College Golf Tournament, sem fram fer á Saddle Creek golfvellinum, í Lewisburg Tennessee og hefst 22. október n.k.