Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2011 | 13:26

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og University of San Francisco í 1. sæti á Wolf Pack Classic

Í gær lauk tveggja daga móti á vesturströnd Bandaríkjanna í háskólagolfinu.  Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO spilaði sinn 3. leik með University of San Francisco liðinu og stóð sig vel.

Liðið varð í 1. sæti, en  Eygló Myrra spilaði á +9 yfir pari, samtals 153 höggum (74 79).  Liðsfélagi Eyglóar, Peppiina Kaija, frá Finnlandi varð í 1. sæti, Emily Chiu deildi 13. sætinu með Eygló og tvær aðrar í liðinu deildu 17. sæti.  Í heild var liðið að spila vel og stúlkurnar nokkuð jafnar.

Til þess að sjá úrslit í mótinu smellið HÉR: