Eva Karen Björnsdóttir, GR og ULM.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen við keppni í Kentucky

Eva Karen Björnsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, University of Louisiana at Monroe (ULM) keppa á Murray State Jan Weaver Invite mótinu.

Mótið fer fram dagana 6.-7. apríl og lýkur í dag.

Mótsstaður er Miller Memorial golfvöllurinn í Murray, Kentucky.

Þátttakendur eru 92 frá 14 háskólum.

Eva Karen keppir að þessu sinni sem einstaklingur en hún er T-54 eftir 2 spilaða hringi, á samtals 14 yfir pari, 158 höggum (76 82).

Til þess að sjá stöðuna og fylgjast með gengi Evu Karenar í dag SMELLIÐ HÉR: