Eva Karen Björnsdóttir, GR og ULM.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen varð T-34 á Fred Marx mótinu

Eva Karen Björnsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu ULM tóku þátt í Fred Marx Invitational, sem fram fór 15.-16. október sl. í Bayou DeSiard CC í Monroe, Louisiana.

Þátttakendur voru 46 frá 8 háskólum.

Eva Karen lék á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (79 82).

Til þess að sjá lokastöðuna á Fred Marx Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Evu Karenar og ULM er 11. mars 2019.