Eva Karen Björnsdóttir, GR og ULM.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 06:45

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen og félagar luku keppni í 3. sæti í Texas

Eva Karen Björnsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu ULM tóku þátt í HBU Husky Invitational.

Mótið fór fram dagana 18.-19. mars og lauk í gær.

Spilað var í Riverbend C.C. í Sugarland, Texas.

Þátttakendur voru 66 frá 12 háskólum.

Eva Karen lauk keppni á 261 höggi (89 80 92) og lið hennar varð í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á HBU Husky Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Evu Karenar og ULM er 31. mars n.k.