Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2019 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen hefur keppni í Diamante

Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í University of Louisiana at Monroe (ULM) hefja keppni í dag í Diamante CC, í Hot Springs Village, Arkansas.

Mótið stendur dagana 27.-29. október 2019 og er það síðasta á haustönn hjá Evu Karenu.

Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum.

Eva Karen fer út kl. 8:50 að staðartíma (kl. 13:50 hér heima á Ísland eða eftir u.þ.b. 50 mínútur) og hefur leik á 10. teig.

Fylgjast má með Evu Karenu og félögum með því að SMELLA HÉR: