Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2019 | 18:15

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar urðu í 9. sæti Sun Belt Conf. Tournament

Eva Karen Björnsdóttir og félagar í ULM tóku þátt í Sun Belt Conference Tournament, sem fram fór á Hills velli LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Eva Karen lék á samtals 23 yfir pari, 239 höggum (79 83 77) og bætti sig eins og sjá má eftir því sem leið á mótið.

Hún varð í 48. sæti í einstaklingskeppninni en ULM varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sun Belt Conference Tournament SMELLIÐ HÉR: 

Þetta er síðasta mót á keppnisdagskránni í vor hjá Evu Karenu og ULM.