Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar urðu í 5. sæti á Wyoming Cowgirl

Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í ULM Warhawks tóku þátt í Wyoming Cowgirl Desert Intercollegiate.

Mótið fór fram í Palm Desert, Kaliforníu dagana 28.-29. september sl.

Þátttakendur voru 62 frá 10 háskólum.

Eva Karen lauk keppni í 40. sæti í einstaklingskeppninni; lék á samtals 28 yfir pari, 244 höggum (80 77 87).

ULM, lið Evu Karenar varð í 5. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Wyoming Cowgirl Desert Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:  

Næsta mót Evu Karenar og ULM er 27. október n.k. í Little Rock, Arkansas.