Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2019 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar T-11 í Alabama

Eva Karen Björnsdóttir, GR, og félagar í ULM taka þátt í USA Intercollegiate mótinu.

Þátttakendur eru 94 frá 16 háskólum.

Keppt er á Magnolia Grove Crossings golfvellinum í Mobile Alabama og stendur mótið 14.-16. september og lýkur því í dag.

Eva Karen er T-67 eftir 2. dag; er búin að spila á 10 yfir pari, 154 höggum (77 77). Hún er á 3. besta skorinu í liði sínu, sem er T-11 í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna á USA Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR: