Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2017 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Erfið byrjun hjá Birni Óskari í Tennessee

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu í Louisiana Lafayette hófu í dag keppni á Franklin American Mortgage Intercollegiate.

Mótið fer fram í The Grove, nálægt Franklin og Murfreesboro í Williamson sýslu, Tennessee og stendur 8.-10. október 2017.

Keppendur eru 68 frá 12 háskólum.

Eftir 1. dag er Björn Óskar T-63 eftir hring upp á 14 yfir pari, 86 högg.

Í liðakeppninni er Louisiana Lafayette í 8. sæti.

Til þess að sjá stöðuna á Franklin American Mortgage Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: