Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2022 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Ekki dagur Daníels

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og félagar í Rocky Mountain léku í Lake Las Vegas Intercollegiate.

Mótið fór fram í Reflection Bay golfklúbbnum í Henderson, Nevada.

Daníel Ingi átti ekki sinn besta dag en hann varð T-82, m.ö.o deildi síðasta sætinu í mótinu með 2 öðrum.

Lið Rocky Mountain varð líka í 15. og síðasta sæti.

Sjá má lokastöðuna á Lake Las Vegas Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Rocky Mountain er RMC Intercollegiate 15.-16. mars n.k.