Egill Ragnar Gunnarsson, GKGi. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2016 | 04:30

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar og Rúnar hafa lokið leik á Hawaii

Þeir Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og Rúnar Arnórsson, GK hafa báðir lokið leik á Ka’anapali Classic mótinu, á Maui, í Hawaíi.

Keppt var á keppnisvelli Ka’anapali GC og stóð mótið 4.-6. nóvember 2016 og lauk í gær.

Þetta var fremur stórt mót en keppendur voru 132 frá 24 háskólum.

Jafnframt var þetta síðasta mót Rúnars og Egils Ragnars á haustönn, en næstu mót háskólaliða þeirra eru ekki fyrr en á næsta ári, 2017.

Egill Ragnar lék á samtals 12 yfir pari, 225 höggum (80 73 72) og lauk keppni T-102.

Rúnar lék á saamtals 13 yfir pari, 226 höggum (78 75 73) og lauk keppni T-108 í einstaklingskeppninni.

Eins og sjá má á skori beggja léku þeir báðir betur eftir því sem á leið mótið og má segja að fremur hátt skor 1. hringinn hafi gert útslagið á sætisröðun beggja.

Lið Rúnars, Minnesota varð T-11 meðan lið Egils Ragnars, Georgia State varð T-8 af 24 liðum, sem þátt tóku í keppninni.

Sjá má lokastöðuna á Ka’anapali Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: