Egill Ragnar Gunnarsson, GKGi. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2016 | 15:30

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar og Georgia State luku keppni í 5. sæti í Georgia

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og Georgia State tóku þátt í AutoTrader.com Coll. Classic.

Mótið stóð dagana 17.-18. október sl. og fór fram í Berkeley Hills CC, í Duluth, Georgia.

Þátttakendur voru 84 frá 13 háskólum.

Egill Ragnar lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (78 73 74) og lauk keppni T-58 þ.e. var jafn 3 öðrum kylfingum í 58. sæti.

Georgia State lauk keppni í 5 sæti, sem er frábær árangur!!!

Sjá má lokastöðuna á AutoTrader.com Coll. Classic með því að SMELLA HÉR: