Egill Ragnar Gunnarsson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar og félagar luku keppni í 8. sæti á Augusta Inv.!

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State tóku þátt í 3 M Augusta Invitational mótinu.

Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 15 háskólum.

Spilað var á golfvelli Forest Hill golfklúbbsins í Augusta, Georgíu.

Egill Ragnar lék á 12 yfir pari, 228 höggum (73 74 81).

Egill Ragnar lauk keppni T-65 þ.e. deildi 65. sætinu með Ross Sinclair úr New Mexikó háskólanum.

Lið Egils Ragnars í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State landaði 8. sætinu og var Egill Ragnar á 4. besta skorinu af félögum sínum.

Til þess að sjá lokastöðuna á 3 M Augusta Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Georgia State er 22. apríl n.k. á Miramar Beach, Flórída.