Egill Ragnar Gunnarsson, GKGi. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2016 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar lauk keppni T-69 í Suður-Karólínu

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, leikur með háskólaliði Georgia State.

Egill Ragnar tók þátt í sínu fyrsta móti í bandaríska háskólagolfinu, með liði síðu sem var The Invitational at the Ocean Course at Kiawah Island,  í Suður-Karólínu.

Þátttakendur voru 92 frá 16 háskólum og fór mótið fram dagana 12.-13. september og lauk því í gær

Egill Gunnar lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (72 76 79) og lauk keppni T-69.

Lið Egils, Georgia State hafnaði í 7. sæti.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: