Egill Ragnar Gunnarsson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar lauk keppni í 7. sæti!!!

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, keppti í einstaklingshluta Mobile Intercollegiate mótsins þ.e. USA Individual Tournament mótinu, sem fram fór á Magnolía Grove Falls golfvellinum (par 71)  í Mobile, Alabama dagana 20.-21. febrúar s.l.

Þátttakendur voru 37 frá 12 háskólum – en í liðakeppninni voru þátttakendur fleiri þ.e. 75 frá 15 háskólum.  Egill Ragnar keppti ekki f.h. skólaliðs síns.

Í einstaklingskeppninni náði Egill Ragnar 7. sætinu!  Hann lék hringina 3 á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (69 74 77).

Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppninni USA Individual Tournament með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Georgia State hefst sunnudaginn 5. mars 2017 í Auburn, Alabama.