Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2019 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar & félagar luku keppni í 14. sæti í Augusta

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og félagar í Georgia State tóku þátt í Augusta Haskins Award Invitational, sem fram fór 6.-7. apríl sl. í Forest Hills golfklúbbnum, í Augusta, Georgia, skammt frá það sem The Masters risamótið fer fram nú í vikunni.

Egill Ragnar lauk keppni T-59; var á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (75 72 76). Hann var á 2. besta skori í liði Georgia State.

Lið Georgia State varð í 14. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Augusta Haskins Award Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Egils Ragnars og félagar er í Alabama 15. apríl n.k.