Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2019 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar & félagar luku keppni í 13. sæti

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og félagar í Georgia State tóku þátt í White Sands Invitational.

Mótið fór fram dagana 1.-3. nóvember sl.

Þátttakendur voru 84 frá 14 háskólum.

Egill Ragnar lék á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (72 75 71) og lauk keppni T-52.

Lið Egils Ragnars, Georgia State varð í 13. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á White Sands Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Georgia State er 23. febrúar 2020.