Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2022 | 00:01

Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ingi & félagar urðu í 12. sæti í The Battle at Paiute

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og félagar í Rocky Mountain tóku þátt í Battle at Paiute háskólamótinu.

Mótið fór fram í Paiute, Las Vegas, Nevada, dagane 21.-22. mars sl.

Þátttakendur voru 99 frá 18 háskólum

Daníel Ingi lék á samtals 26 yfir pari, 170 höggum (84 86) og varð T-88 þ.e. á lakasta skori í liði sínu

Lið Rocky Mountain varð í 12. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Battle at Paiute með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Rocky Mountain fer fram 4.-5. apríl n.k. í Kaliforníu.