Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 06:30

Bandaríska háskólagolfið: Dagur og Catawba luku leik í 5. sæti á TC Fall Classic

Dagur Ebenezersson og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Catawba, luku leik í gær á TC Fall Classic, en mótið fór fram dagana 26.-27. september 2016.

Spilað á var í Link Hill CC en keppnisvöllurinn þar er  6,763-yarda og er par-71.

Dagur lék hringina tvo á samtals 158 höggum (76 82).

Í liðakeppninni varð Catawba í 5. sæti af 9 liðum, sem þátt tóku.

Sjá má lokastöðuna á TC Fall Classic með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Catawba er MB Intercollegiate, sem fram fer dagana 3.-4. október n.k.