Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2015 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagur og Catawba luku leik í 12. sæti á Hargett Memorial Inv.

Dagur Ebenezersson, GM, og lið hans Catawba luku leik í gær á Hargett Memorial boðsmótinu.

Mótið fór fram á Monroe golfvellinum í Norður-Karólínu og voru þátttakendur 84 frá 15 háskólum.

Mótinu lauk í gær en það stóð dagana 16.-17. mars 2015.

Dagur varð T-66, þ.e. lauk keppni á  27 yfir pari, 243 höggum (84 78 81).

Til þess að sjá lokastöðuna á Hargett mótinu SMELLIÐ HÉR: