Rúnar Arnórsson, GK. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2015 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagur, Hrafn og Rúnar við keppni í háskólamótum

Dagur Ebenezerson, GM og golflið Catawba hefja keppni í dag á Kiawah Island í Suður-Karólínu.

Mótið stendur 16.-17. febrúar.

Því sama gegnir um Hrafn Guðlaugsson, GSE og golflið Faulkner – þau verða við keppni á Coastal Georgia Inv. og stendur mótið 16.-17. febrúar.

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota háskóla keppa í  Big Ten Match Play en mótið hófst í gær í Hammock Beach Resort á Palm Coast, í Flórída.

Golf 1 mun birta úrslit í mótunum um leið og þau liggja fyrir.