Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2019 | 07:52

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar við keppni í Texas

Björn Óskar Guðjónsson, GM og lið hans í bandaríska háskólagolfinu The Ragin Cajuns, skólalið Louisiana Lafayette háskóla er við keppni á The All-American í Houston Golf Club í Humble Texas.

Þátttakendur eru 84 frá 14 háskólum.

Björn Óskar er T-53 eftir 1. keppnisdag, en hann lék á 3 yfir pari, 75 höggum.

Skólalið hans, The Ragin Cajun´s eru í 9. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna á The All-American SMELLIÐ HÉR: