Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og The Ragin Cajuns sigruðu!!!

Björn Óskar Guðjónsson, GM, og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajuns í Louisiana Lafayette háskólanum tóku þátt í Lake Charles Invitational mótinu, sem fram fór 26.-27. mars sl.

Mótið fór fram í The Golden Nugget CC við Lake Charles í Louisiana.

Þátttakendur voru 61 frá 11 háskólum.

Björn Óskar náði þeim glæsilega árangri að landa 3. sætinu í einstaklingskeppninni, en hann lék á 8 undir pari, 208 höggum (71 69 68).

Lið Björn Óskars sigraði í mótinu!!! Glæsilegt!!!

Næsta mót Björns Óskars og The Ragin Cajuns er 7. apríl n.k.

Aðalfréttagluggi: Björn Óskar Guðjónsson, GM og The Ragin Cajuns. Björn Óskar er 4. frá vinstri