Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 05:40

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og félagar urðu í 10. sæti á Lake Charles

Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar hans í Louisiana Lafayette háskólaliðinu þ.e. The Ragin Cajuns, tóku þátt í Lake Charles Toyota Invitational, sem fram fór í Louisiana, dagana 18.-19. mars og lauk í gær.

Mótið fór fram í The Country Club at the Golden Nugget í Lake Charles, Louisiana.

Þátttakendur voru 99 frá 17 háskólum.

Björn Óskar varð T-43 í einstaklingskeppninni með skor upp á slétt par, 216 högg (71 75 70).

The Ragin Cajuns urðu í 10. sæti í liðakeppninni.

Jóhannes Guðmundsson, GR. Mynd: Golf 1

Í mótinu tók einnig þátt Jóhannes Guðmundsson, GR, sem er á 1. ári sínu í Stephen F. Austin háskólanum í Texas. Jóhannes lék á samtals 2 undir pari, 214 höggum (67 75 72) og landaði 32. sætinu! Frábært hjá Jóhannesi, en hann lék sem einstaklingur í mótinu og var á besta skori félaga sinna í Stephen F. Austin.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lake Charles Toyota Invitational SMELLIÐ HÉR: