Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2018 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og félagar T-9 á Sun Belt svæðamótinu e. 2. dag

Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar í Louisiana Lafayette  í bandaríska háskólagolfinu, eru við keppni á Sun Belt Conference Championships.

Mótið fer fram dagana 22.-24. apríl og lýkur því í dag – Þátttakendur eru 60 frá 12 háskólum.

Eftir fyrstu tvo mótsdagana er Björn Óskar T-39 í einstaklingskeppninni; er búinn að spila á samtals 11 yfir pari, 153 höggum (79 74) – Lið Björns Óskars er T-9 þ.e. deilir 9. sætinu.

Lokahringurinn verður spilaður í dag.

Fylgjast má með gengi Björns Óskars og Louisiana Lafayetter með því að SMELLA HÉR: