Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2018 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og félagar luku keppni í 7. sæti!

Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar í Louisiana Lafayette í bandaríska háskólagolfinu, luku keppni á Sun Belt Conference Championship.

Mótið fór fram dagana 22.-24. apríl í The Raven Golf Club, í Sandestin, Flórída og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 60 frá 12 háskólum.

Björn Óskar lék á samtals á 11 yfir pari, 224 höggum (79 74 71) og varð T-34 eða fyrir miðju keppenda. Lokahringur Björns Óskars var sá besti, slétt par, 71 högg, en skorkortið ansi skrautlegt, en á því voru 6 fuglar, 2 skollar og 2 tvöfaldir skollar.

Louisiana Lafayette hafnaði í 7. sæti í mótinu.

Sjá má lokastöðuna á Sun Belt Conference Championship með því að SMELLA HÉR: