Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2018 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og félagar luku keppni í 11. sæti á Old Waverly

Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar í The Ragin Cajuns, í Louisiana Lafayette háskólanum tóku þátt í Old Waverly mótinu.

Mótið fór fram dagana 14.-15. apríl s.l. í Old Waverly GC, á West Point, Mississippi.

Björn Óskar lék á 14 yfir pari, 230 höggum (82 77 71) og varð T-51.

The Ragin Cajuns luku keppni í 11. sæti.

Næsta mót Björns Óskars og The Ragin Cajun er 22. apríl nk. í Destin, Flórída.