Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2017 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og Louisiana luku keppni í 17. sæti á Hawaii

Björn Óskar Guðjónsson, GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Louisiana Lafayette, tóku þátt í Warrior Princeville Makai Invitational mótinu, sem fram fór dagana 29.-31. október sl. á Hawaii.

Þátttakendur voru 113 frá 20 háskólum.

Björn Óskar lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (76-72-77) og varð T-93 í mótinu.

Lið Louisiana Lafayette varð í 17. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Warrior Princeville Makai Invitational mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er síðasta mót Björns Óskars á haustönn – næsta mót Louisiana Lafayette verður ekki fyrr en á nýju ári 2018 þ.e. 12.-13. febrúar.