Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2017 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki T-2 og Gísli T-14 e. 1. dag Robert Kepler mótsins

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra Kent State taka þátt í Robert Kepler Intercollegiate mótinu.

Mótið fer fram dagana 22.-23. apríl 2017 á Scarlett golfvelli Ohio háskóla, í Columbus, Ohio og lýkur í dag.

Bjarki hefir leikið á samtals 3 yfir pari á 1. degi þ.e. 145 höggum (73 72) og er T-2 þ.e. deilir 2. sætinu með 3 öðrum kylfingum.

Þátttakendur í mótinu eru 81.

Gísli er á samtals 6 yfir pari eftir 1. dag þ.e. 148 höggum (77 71) og er T-14 þ.e. deilir 14. sætinu með 2 öðrum kylfingum.

Kent State, lið Bjarka og Gísla er í efsta sæti af 15 háskólaliðum, sem þátt taka í mótinu.

Sjá má stöðuna á Robert Kepler Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: