Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki T-11 og Gísli T-38 e. 1. dag í Tennessee

Þeir Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, hófu keppni í gær á Bank of Tennessee Intercollegiate mótinu, sem fram fer á The Ridges, Jonesborough, Tennessee.

Þátttakendur í mótinu eru 84 frá 15 háskólum.

Eftir 1. dag er Bjarki T-11 en hann kom í hús í gær á 2 undir pari, 70 höggum; á hring þar sem hann fékk 5 fugla og 3 skolla.

Gísli er T-38, en hann lék á 1 yfir pari, 73 höggum; fékk 1 glæsiörn, 1 fugl og því miður líka 4 skolla.

Fylgjast má með þeim Bjarka og Gísla á skortöflu mótsins með því að SMELLA HÉR: