Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2018 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli við keppni í Texas

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State hófu leik í gær á Aggie Invitational mótinu.

Mótið fer fram í Traditions Club, í Bryan, Texas, dagana 7.-8. apríl 2018 og lýkur því seinna í dag.

Þátttakendur er 78 frá 14 háskólum.

Bjarki hefir spilað á samtals 4 yfir pari, 148 höggum (75 73) en Gísli á 13 yfir pari, 157 höggum (81 76).

Ekki er ljóst í hvaða sætum þeir eru eftir fyrstu tvo hringina því keppni var frestað vegna myrkurs.

Sjá má stöðuna á Aggie Invitational með því að SMELLA HÉR: