Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2016 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli í 3. sæti í Arizona

Þeir Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra Kent State tóku þátt í Maui Jim Intercollegiate í Scottsdale, Arizona í bandaríska háskólagolfinu, dagana 23.-25. september 2016.

Lið þeirra Kent State varð í 3. sæti af 16 háskólaliðum sem þátt tóku í mótinu, sem er glæsilegur árangur.

Í einstaklingskeppninni lék Gísli á samtals 2 undir pari, 211 höggum (72 67 72) og varð T-18.

Bjarki lék á samtals sléttu pari, 213 höggum og varð (68 72 73) og varð T-28.

Alls voru keppendur 93.

Sjá má lokastöðuna á Maui Jim Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: