Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2017 | 16:45

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli hefja leik á Hawaii í dag

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK hefja leik á Ka´ anapali Classic mótinu sem fram fer í Ka’anapali golfklúbbnum á Ka´anapali, Hawaii.

Þetta er síðasta mót Bjarka, Gísla og Kent State á haustönn og næsta mót ekki fyrr en á næsta ári, 2018.

Þetta er frekar stórt mót en 115 kylfingar frá 20 háskólum víðsvegar í Bandaríkjunum taka þátt. Háskólalið eftirfarandi háskóla keppa:

Ball State, Boise, Bowling Green, California, Connecticut, Georgia, Gonzaga, Hawaii-Manoa (gestgjafi), Houston, Indiana, Kansas, Kent State, Louisiana State, Loyola Marymount, Pepperdine, Sacramento State, South Carolina, U.S. Air Force Academy, West Virginia og Wyoming.

Allir keppendur eru ræstir út á sama tíma þ.e. kl. 8:30 að morgni 3. nóvember  í Hawaii (sem er kl. 18:30 að okkar tíma hér á Íslandi, en 10 tíma tímamismunur er).

Til þess að fylgjast með gengi drengjanna á Ka´anapali Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: