Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2018 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki lauk keppni í 5. sæti og Gísli T-29 á Hootie Int.

Þeir Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson tóku þátt í mótinu Hootie at Bulls Bay líka nefnt Hootie Intercollegiate.

Mótið fór fram í Charleston, S-Karólínu, dagana 25.-27. mars og lauk í dag.

Bjarki náði þein glæsilega árangri að landa 5. sætinu en heildarskor hans var 7 undir pari, 209 högg (70 70 69)!!!! Frábært hjá Bjarka!!!

Gísli lauk keppni T-29. Heildarskor hans var 2 yfir pari, 218 högg (73 75 70).

Til þess að sjá lokastöðuna á Hooti Int. SMELLIÐ HÉR: