Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 07:55

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Rúnar hefja keppni í dag í Arizona

Þeir Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, og Rúnar Arnórsson, GK og golflið hans við Minnesota háskóla hefja keppni í dag á  Maui Jim Intercollegiate mótinu.

Mótið fer fram í Desert Forest golfklúbbnum, í Carefree, Arizona og stendur dagana 22.-24. september.

Sjá má heimasíðu Desert Forest golfklúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Þátttakendur í mótinu eru 78 frá 15 háskólum.

Gíslii fer út kl. 7:40 að staðartíma (kl. 14:40 hér á Íslandi); Bjarki 10 mínútum síðar kl. 7:50 (kl. 14:50 á Íslandi) og Rúnar fer út kl. 8:40 að staðartíma (kl. 15:40 hér á Íslandi).

Til þess að fylgjast með gengi íslensku strákanna í Arizona SMELLIÐ HÉR: