Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State sigruðu á Mac Championship – „Bjarki stjarna vikunnar“ – „Gísli MAC nýliði ársins“
Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB ásamt liði þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State sigruðu á MAC Championships.
Þetta er í 7. sinn á s.l. 8 árum sem Kent State sigrar á MAC-mótinu.
Gísli lék á samtals 11 yfir pari, 295 höggum (71 72 74 78) og varð í 13. sæti í einstaklingskeppninni.
Bjarki lék hins vegar á samtals 7 yfir pari, 291 höggi (69 75 73 72) og varð í 7. sæti í einstaklingskeppninni.
Yfirþjálfari Kent State, Herb Page var að vonum ánægður með strákana sína. Um Bjarka sagði hann m.a.: „Hann var stjarna vikunnar,“ … og um Gísla eftir að sá hafði hlotið titilinn MAC nýliði ársins „Gísli spilaði í öllum mótum fyrir okkur þetta árið, hann átti þetta svo sannarlega skilið.“
Sjá má umsögn Page á heimasíðu Kent State með því að SMELLA HÉR:
Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Bjarka, Gísla og Kent State og taka þeir þátt í svæðamótinu síðar í þessum mánuði.
Sjá má lokastöðuna í MAC Championships með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
