Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2016 | 06:30

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State sigruðu á Mac Championship – „Bjarki stjarna vikunnar“ – „Gísli MAC nýliði ársins“

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB ásamt liði þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State sigruðu á MAC Championships.

Þetta er í 7. sinn á s.l. 8 árum sem Kent State sigrar á MAC-mótinu.

Gísli lék á samtals 11 yfir pari, 295 höggum (71 72 74 78) og varð í 13. sæti í einstaklingskeppninni.

Bjarki lék hins vegar á samtals 7 yfir pari,  291 höggi (69 75 73 72) og varð í 7. sæti í einstaklingskeppninni.

Yfirþjálfari Kent State, Herb Page var að vonum ánægður með strákana sína. Um Bjarka sagði hann m.a.: „Hann var stjarna vikunnar,“ … og um Gísla eftir að sá hafði hlotið titilinn MAC nýliði ársins „Gísli spilaði í öllum mótum fyrir okkur þetta árið, hann átti þetta svo sannarlega skilið.“

Sjá má umsögn Page á heimasíðu Kent State með því að SMELLA HÉR:

Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Bjarka, Gísla og Kent State og taka þeir þátt í svæðamótinu síðar í þessum mánuði.

Sjá má lokastöðuna í MAC Championships með því að SMELLA HÉR: