Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2018 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State luku keppni á NCAA

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State luku í dag keppni á NCAA mótinu.

Mótið fer fram í Karsten Creek í Stillwater, Oklahoma dagana 25.-30.maí 2018, en skorið var niður eftir 4 höggleikshringi og efstu 8 lið fá að halda áfram í höggleikskeppni síðustu 2 keppnisdagana þ.e. 29. og 30. maí.

Bjarki, Gísli og félagar duttu út eftir 4 hringi af höggleik, en aðeins 8 efstu lið héldu áfram í þeim hluta.

Bjarki lék höggleikshlutann á samtals 7 yfir pari, 295 höggum ( 76 74 70 75) og varð T-37 af XX keppendum.

Gísli lék höggleikshlutann á samtals 16 yfir pari, 305 höggum (82 73 72 77) og varð T-69.

Munaði 2 höggum á Kent State og  Texas A&M, sem komst áfram í liðakeppninni.

Til þess að sjá úrslitin eftir höggleikinn SMELLIÐ HÉR: