Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2018 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State í 4. sæti í Tennessee

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State tóku þátt í Bank of Tennessee mótinu í Johnson City í Tennessee, dagana 12.-13. október sl.

Þátttakendur voru 81 frá 14 háskólum.

Bjarki varð T-12 á samtals 7 undir pari, 209 höggum (66 69 74) og Gísli varð T-63 á 6 yfir pari, 222 höggum (76 74 72).

Kent State lið þeirra Bjarka og Gísla varð í 4. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Bank of Tennessee mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Kent State er 22.-23. október nk.