Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og félagar í Kent State í 1. sæti á MAC Championship

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State sigruðu á MAC Championship.

Mótið fór fram dagana 27.-29. apríl 2018 í Sycamore Hills golfklúbbnum, í Fort Wayne, Indiana.

Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum.

Bjarki varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni, sem er stórglæsilegt!!! Hann var með silfurskor upp á 8 yfir pari, 296 högg (70 78 77 71).

Gísli varð T-14 á 18 yfir pari, 306 höggum (76 77 76 77).

Lið Kent State sigraði, eins og segir, sem er frábær endir á keppnistímabilinu.

Til þess að sjá lokastöðuna á MAC Championship SMELLIÐ HÉR: