Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli & Kent State luku keppni í 5. sæti

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu tólu þátt í mótinu Hootie at Bulls Bay, sem fram fór í Awendaw, S-Karólínu  24.-26. mars 2019 og lauk í gær.

Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum.

Gísli lauk keppni T-29 á samtals sléttu pari 216 höggum (69 71 76).

Bjarki átti ekki sitt besta mót lauk keppni T-69 á samtals 227 höggum (75 72 80).

Kent State, lið Bjarka og Gísla varð í 5. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót hjá þeim Bjarka, Gísla og Kent State fer fram dagana 6.-7. apríl nk. í Texas.