Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2017 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki á 66 og lauk keppni T-8 – Gísli T-37

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, luku keppni í dag á Bank of Tennessee Intercollegiate mótinu, sem fór fram á keppnisvelli Blackthorne Club at the Ridges, í Jonesborough, Tennessee.

Þátttakendur í mótinu voru 84 frá 15 háskólum.

Bjarki átti magnaðan endasprett og lék lokahringinn á 6 undir pari, 66 höggum!!!

Samtals lék Bjarki á 8 undir pari, 208 höggum (70 72 66) og lauk keppni T-8.

Gísli lauk keppni T-37, en hann lék á 1 yfir pari, 217 höggum (73 73 71).

Kent State varð í 2. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Bank of Tennessee Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Bjarka, Gísla og Kent State er í Dallas, Texas dagana 23.-24. október n.k.