Einn yngsti klúbbmeistari Keils, Birgir Björn Magnússon, 16 ára, 2013
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2017 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir í 2. sæti á Kansas Wesleyan Fall Inv. e. fyrri dag

Birgir Björn Magnússon, klúbbmeistari GK 2017 og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Bethany College, taka þátt í Kansas Wesleyan Fall Invite, sem fram fer í Salina CC í Salina, Kansas, dagana 2.-3. október 2017.

Birgir Björn kom í hús í gær á stórglæsilegu skori 1 undi pari, 69 höggum og er sem stendur í 2. sæti!!!

Þetta er fremur stórt mót; þátttakendur 88 úr 14 háskólaliðum og árangur Birgis Björns því enn glæsilegri fyrir vikið!

Bethany sendir tvö lið: Bethany og Bethany B.

Bethany B liðið (lið Birgis Björns) er ofar en Bethany í liðakeppninni eða í 4. sæti eftir 1. dag.

Fylgjast má með gengi Birgis Björns, en lokahringur mótsins verður spilaður í dag með því að SMELLA HÉR: 

Með liði Bethany leikur annar íslenskur kylfingur Stefán Sigmundsson, GA, en hann er ekki með að þessu sinni.