Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2020 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir & félagar urðu í 10. sæti í Arizona

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Southern Illinois tóku þátt í Desert Mountain Intercollegiate mótinu, sem fór fram 7.-8. mars og lauk í gær.

Mótsstaður var Desert Mountain Outlaw golfvöllurinn í Scottsdale, Arizona.

Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólum.

Birgir Björn var á 2. besta skori Southern Illinois, lék á samtals 15 yfir pari, 231 höggi (73 84 74).

Lið Southern Illinois varð í 10. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Desert Mountain Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Southern Illinois er 22. mars í S-Karólínu.